26 Febrúar 2017 06:39

Í nótt hefur snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu og því er mjög þungfært í umdæminu. Víða er ófært og á það ekki síst við um húsagötur. Ljóst er að tafir verða á umferð og aðeins þeir sem eru á mjög vel útbúnum bílum kunna að komast leiðar sinnar. Þeir sem eru á fólksbílum ættu að halda sig heima og ekki freista þess að leggja af stað. Snjómokstur er þegar hafinn á höfuðborgarsvæðinu en ljóst er hann mun taka töluverðan tíma. Aðgerðastjórn lögreglunnar í Skógarhlíð hefur verið virkjuð sem og björgunarsveitirnar. Við ítrekum að fólk haldi sig heima því annars er hætt við að hinir sömu lendi í miklum vandræðum í umferðinni.