10 Janúar 2008 12:00

Þýfi fannst við húsleit í Breiðholti um hádegisbil í gær en fátt var um svör þegar húsráðandi var spurður um tilurð þess. Lögreglan telur sig vita fyrir víst hvaðan hlutunum var stolið og verður þeim komið aftur í réttar hendur. Í Kópavogi fundust líka munir við húsleit og þar átti húsráðandi í sömu vandræðum með að gera grein fyrir því sem kom í leitirnar enda leikur grunur á að um þýfi sé að ræða. Síðdegis var tilkynnt um þjófnað í verslun í miðborginni en þar kom jafnframt til ryskinga á milli afgreiðslumanns og tæplega fertugrar konu  sem er grunuð um verknaðinn. Konan var handtekin og færð á lögreglustöð.