12 Desember 2007 12:00

Síðastliðna helgi var verðmætum fyrir u.þ.b. eina milljón króna stolið úr Austurbæjarskóla. Um var að ræða m.a. myndavélar, tölvur og myndvarpa. Þjófnaðurinn uppgötvaðist á sunnudag. Ekki voru ummerki um innbrot og því ekki ólíklegt að þeir aðilar sem komu að þjófnaðinum hafi komist yfir lykla af skólanum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur unnið að málinu og voru nokkrir aðilar yfirheyrðir vegna málsins. Gerðar voru húsleitir í framhaldinu. Í einni þeirra, sem fram fór í morgun, í hús í austurborg Reykjavíkur, fannst þýfið sem stolið hafði verið úr skólanum. Í húsleitinni fundust einning ætluð fíkniefni og auk þess m.a. 8 útieftirlitsmyndavélar og flatskjár, sem að öllum líkindum eru þýfi.