17 Júní 2023 11:04

Það verður mikið um vera á höfuðborgarsvæðinu á þjóðhátíðardaginn og skemmtileg dagskrá er í boði víða í umdæminu. Veðurútlitið er ágætt, eða hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu og úrkomulítið, hiti 10-16 stig.

Á degi sem þessum sinnir lögreglan ýmsum hefðbundnum verkefnum, en eitt þeirra er að fylgja forsetanum frá Bessastöðum og til hátíðarathafnar á Austurvelli, en meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri í morgun.