14 Ágúst 2009 12:00
Í framhaldi af málum, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að vinna að undanfarna tvo daga, þar sem ábendingar árvökulla borgara hafa orðið til þess að allmörg innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa verið upplýst, þykir lögreglu rétt að benda á góðan árangur nágrannavörslu.
Lögreglan hvetur íbúa höfuðborgarsvæðisins til að koma tilkynningum um grunsamlegar mannaferðir tafarlaust til lögreglu í síma 112 eða 800 5005.
Þá hvetur lögreglan til þess, að gefnu tilefni, að ökumenn skilji ekki verðmæti eftir á glámbekk í bifreiðum sínum, fartölvur, myndavélar og fleira. Fækka má innbrotum í ökutæki verulega sé sú einfalda varúðarráðstöfun viðhöfð.