21 September 2015 14:45
Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir ágústmánuð 2015 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 826 tilkynningar um hegningarlagabrot í ágúst. Ekki hafa borist eins margar tilkynningar um hegningarlagabrot síðan í október árið 2011. Það sem af er ári hafa borist um sjö prósent fleiri tilkynningar miðað við sama tímabil síðustu þriggja ára. Tilkynningum um flestar tegundir hegningarlagabrot sem skoðaðar eru í skýrslunni fjölgar á milli mánaða. Þar af fjölgar tilkynningum um ofbeldisbrot mest, úr 85 í 124. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur aðeins þrisvar sinnum borist fleiri tilkynningar um ofbeldisbrot í einum mánuði frá því að samræmdar skráningar hófust árið 1999. Þessi mikla fjölgun ofbeldisbrota er að mestu tilkomin vegna breytts verklags lögreglu í heimilisofbeldismálum. Eftir að verklagið tók gildi í byrjun árs 2015 hefur tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgað mjög.
Lesa má skýrsluna hér að neðan: