14 Nóvember 2016 14:47

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir októbermánuð 2016 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og breytingar metnar út frá staðalfrávikum. Auk þess sem tölur það sem af er ári eru bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

 

Í október var skráð 751 tilkynning um hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu, sem er fjölgun á milli mánaða. Tilkynningunum fjölgar um átta prósent miðað við meðaltal síðustu 12 mánaða á undan. Tilkynntum ofbeldisbrotum fjölgar einnig umtalsvert. Skráð voru 115 brot í október sem eru fjölgun um 20 prósent miðað við meðaltal síðustu 12 mánuði á undan. Á heildina eru brotin það sem af er ári þó færri en á sama tíma árið 2015. Nytjastuldum ökutækja fækkar í október. Skráð voru um 40 prósent færri brot miðað við meðaltal síðustu 12 mánaða á undan og hafa ekki verið skráð færri brot á einum mánuði síðan í apríl árið 2014. Skráðum brotum vegna akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna heldur áfram að fjölga og hafa verið skráð um tíu prósent fleiri brot það sem af er ári samanborið við meðaltal fyrir sama tímabil síðustu þriggja ára.