7 Júlí 2015 15:39
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarna daga borist tilkynningar um nokkra menn sem bjóða húseigendum ýmsa þjónustu, en mennirnir þykja mjög aðgangsharðir og eru sagðir bæði einstaklega ýtnir og frekir. Hafa tilkynnendur lýst óþægindum vegna samskipta við mennina. Einn þeirra sem keypti þjónustu mannanna, sem eru sagðir írskir eða skoskir, sakar þá um vanefndir og hyggst leggja fram kæru. Á meðal verka sem mennirnir bjóðast til að taka að sér er garðvinna, hellulögn og málningarvinna. Húseigendur eru beðnir að hafa þetta í huga ef menn banka upp á og bjóða þjónustu af þessu tagi. Og enn fremur að tilkynna til lögreglu ef slík mál koma upp.