23 Nóvember 2015 15:14

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir októbermánuð 2015 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 828 tilkynningar um hegningarlagabrot í október. Það sem af er ári hefur tilkynntum hegningarlagabrotum fjölgað um 13 prósent samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára. Tilkynnt var um færri þjófnaði í október samanborið við síðustu þrjá mánuði á undan. Fjöldi tilkynntra innbrota hefur þó verið stigvaxandi síðastliðna mánuði, að september undanskildum. Nú í október bárust 123 tilkynningar um innbrot. Voru flestar tilkynningar vegna innbrota í bifreiðar. Lögreglan biðlar því til allra að muna að læsa heimilum og ökutækjum þannig að enginn geti farið óhindrað inn. Auk þess að skilja alderi eftir verðmæti í ökutækjum þannig að þau séu sýnileg. Þar sem líða fer að jólum á það sérstaklega við um jólagjafir, en einnig tölvur, síma, gps-tæki, smámynt o.s.frv.