3 Nóvember 2005 12:00

Í umferðarviku í október síðastliðnum í  Setbergsskóla í Hafnarfirði gerði 6.SJ verkefni um hverju mætti breyta/bæta í umferðinni.  Það er von nemenda að lögreglan noti þessar tillögur í sinni vinnu. 

Lögreglan  hefur ákveðið, í samráði við nemendur í 6.SJ, að setja þetta út á net lögreglunnar með hvatningu til vegfarenda um að gefa gaum að því sem nemendurnir benda á:

Hópur 1

Að stoppa alltaf þegar einhver er að fara yfir gangbraut, þó að verið sé að drífa sig!

Hætta að svína fyrir og leyfa fólkinu sem á réttinn að fara áfram!

Minnka hraðakstur í hverfinu!

Hægja á sér við blindgötur!

Ekki keyra of nálægt öðrum bílum!

Alltaf að gefa stefnuljós við beygjur!

Alltaf hafa börn í bílstól eða pullu!

Ekki keyra ölvaður þó að það hafi verið lítið drukkið!

Aníta,Hófí,Arnar og Jón Aron

Hópur 2

Bílar eiga ekki að fara hratt í umferðinni!

Karl og Hlynur

Hópur 3

Ekki keyra hratt í kringum börn!                 

Fleiri undirgöng!

Stoppa við gangbrautir!

Ekki keyra of hratt!

Ekki áfengi í umferðinni!

Ekki brotin stefnuljós!

Spenna beltin!

Aron, Birgir, Magni og Matthías

Hópur 4

Fara varlega á hringtorginu við Esso!

Ekki fara hratt með steina, grjót eða sand, þeir sem eru á vinnubílum, vörubílum!

Ekki keyra hratt í hverfi!

Ekki keyra hratt hjá skólum og leikskólum!

Ekki taka áhættu í vondu veðri eða hálku!

Ekki keyra fullur/full, eða undir áhrifum áfengis!!!

Ekki fara yfir á rauðu ljósi!

Taka tillit til annarra!

Klara, Ólöf, Kolbeinn og Sara

Hópur 5

Bílarnir keyra alltof hratt!

Stoppa við allar gangbrautir!

Flelri umferðarljós!

Fleiri gangbrautir!

Flelri göngustíga!

Myndavélar á ljósin!

Skilti sem mælir hraðann og sýnir hraðann!

Fleiri löggur í eftirlit!

Bryndís, Snorri, Óli og Bjarni

Hópur 7

Sumir bílstjórar keyra of hratt!

Stoppa við gangbrautir!

Sumt fólk fer mikið yfir á gulu ljósi!

Bílstjórarnir verða að hægja á bílunum nálægt hesthúsum!

Keyra hægar við blindgötur!

Gísli, Elín Harpa og Eydís

Hópur 8

Hægja á sér við blindgötur!

Hægja á sér í umferðinni!

Stoppa við gangbrautir!

Stoppa á rauðu ljósi!

Bæta við undirgöngum undir hættulegar götur!

Helga Björg og Katrín Eir