9 September 2014 12:00

Ísland og Tyrkland mætast í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld, en leikið er á Laugardalsvelli og hefst viðureign þjóðanna kl. 18.45. Ljóst er að ekki geta allir vallargestir lagt bílum sínum við Laugardalsvöllinn en í nágrenni hans eru víða ágæt bílastæði. Þess má geta að veðurútlitið er bærilegt og því ætti engum að muna um að leggja smáspöl frá leikvanginum og ganga í fáeinar mínútur að vellinum. Nær uppselt er á leikinn í kvöld og því viðbúið að mikil umferð verði í Laugardalnum og nágrenni hans, en fólk er hvatt til að mæta tímanlega á völlinn.

Ökumenn er minntir á að leggja löglega. Að öðrum kosti mega þeir búast við sektum vegna stöðubrota en gjaldið, 5000 kr., rennur í Bílastæðasjóð.