27 Maí 2011 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim góðfúslegu tilmælum til ökumanna sem eiga leið um borgina og nágrannasveitarfélög í umdæminu að þeir aki varlega. Búast má við að margir verði á ferðinni um helgina enda er ýmislegt í boði og allskonar hátíðir og uppákomur í gangi. Sérstaklega er gert ráð fyrir fjölmenni í Laugardalnum á morgun, laugardag, og líklegt að margir heimsæki þá Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Hinum sömu er bent á að nýta öll þau fjölmörgu bílastæði sem eru á svæðinu og ekki leggja ólöglega, hvort sem það er á grassvæðum eða annars staðar. Þeir sem leggja ólöglega mega búast við sektum vegna stöðubrota. Sama á við annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og þeir sem sækja íþróttaviðburði í umdæminu eru líka sérstaklega minntir á þetta enda hefur mikið borið á stöðubrotum við íþróttavelli.