15 Maí 2011 12:00
Lögreglan var kölluð að húsi í austurborg Reykjavíkur í morgun en þar fannst kona á fimmtugsaldri, sem var endurlífguð og síðan flutt á slysadeild en ástand hennar er mjög alvarlegt. Eiginmaður konunnar var handtekinn en málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. Maðurinn er á sjötugsaldri. Ekki er hægt að greina frekar frá málinu að svo stöddu.