4 September 2019 11:35

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið tímabundið bann við drónaflugi yfir Höfða í Borgartúni og nágrenni, en bannsvæðið afmarkast af Sæbraut, Kringlumýrarbraut, Laugavegi og Snorrabraut líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Bannið, sem gildir til kl. 17 í dag, gildir líka um strandlengjuna norðan Sæbrautar. Ákvörðunin er í samræmi við reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara.