17 Júlí 2021 13:59

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja á bann við flugi dróna/fjarstýrðra loftfara á tilteknu svæði, sbr. 4. tl. 12. gr. reglugerðar um starfrækslu fjarstýrðra loftfara nr. 990/2017, vegna komu bandaríska herskipsins USS Roosevelt. Af þeim sökum verður óheimilt að fljúga dróna (fjarstýrðu loftfari) innan 400 metra radíusar frá skipinu, bæði meðan það er innan íslenskrar landhelgi og meðan það liggur við Skarfabakka.

Bannið gildir frá 18. júlí 2021 til og með 22. Júlí 2021 og er í gildi allan sólarhringinn þessa daga