29 Júní 2010 12:00

Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sjö voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Garðabæ og einn í Kópavogi. Tveir voru teknir á föstudagskvöld, þrír á laugardag og fimm á sunnudag. Þetta voru átta karlar á aldrinum 17-35 ára og tvær konur, 19 og 67 ára. Fimm þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Strangt til tekið voru þetta reyndar níu ökumenn sem lögreglan tók fyrir ölvunarakstur um helgina því einn þeirra var tekinn tvisvar fyrir þessar sakir. Viðkomandi var fyrst stöðvaður seint á föstudagskvöld og svo aftur aðfaranótt laugardags en þá voru liðnar innan við tvær klukkustundir frá því honum var sleppt úr haldi.