17 September 2007 12:00
Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrír voru stöðvaðir á föstudag, fjórir á laugardag og fimm á sunnudag. Sex voru teknir í Reykjavík, fimm í Kópavogi og einn í Hafnarfirði. Þetta voru allt karlar á aldrinum 17-54 ára.
Á sama tímabili voru fimm karlar á aldrinum 18-28 ára teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna. Þrír þeirra voru stöðvaðir í miðborginni.