15 September 2009 12:00

Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fjórir voru stöðvaðir á föstudag, einn á laugardag og sjö á sunnudag. Tíu voru teknir í Reykjavík og tveir í Kópavogi. Þetta voru níu karlar á aldrinum 19-70 ára og þrjár konur, 22, 43 og 48 ára. Þrír þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.

Til viðbótar stöðvaði lögreglan för fjögurra ökumanna í umdæminu en hinir sömu voru allir próflausir. Einn þeirra var tekinn í miðborginni á laugardagskvöld. Sá lét sér ekki segjast fyrr en eftir stutta eftirför en viðkomandi reyndi síðan að komast undan á tveimur jafnfljótum. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, var hlaupinn uppi og handtekinn.