17 Nóvember 2003 12:00
Vegna þeirrar fréttaumfjöllunar sem hefur farið fram þykir embættinu rétt að ítreka að þegar fjallað er um fjölda slysa í umdæmi lögreglustjórans í Reykjavík er átt við fjölda slysa í Reykjavík, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Á netið hefur verið sett fylgiskjal með ársskýrslunni þar sem þetta er leiðrétt. Þar stendur:
Á bls. 27 vísa tölur um fjölda alvarlegra umferðarslysa í umdæminu fyrir árin 2000 og 2001 til ársins 1998 og 1999. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu voru 79 slys í umdæminu árið 1999 þar sem a.m.k. einn einstaklingur slasaðist alvarlega en þau voru 73 árið 1998.