10 Ágúst 2019 23:58

Stórtónleikar Ed Sheeran á Laugardalsvelli í kvöld fóru í alla staði mjög vel fram að mati  Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og voru tónleikagestir til mikillar fyrirmyndar. Samstarf lögreglunnar og þeirra sem komu að skipulagningu viðburðarins var sömuleiðis mjög gott, en innan við 15 mínútur liðu frá því að tónleikunum lauk og þar til síðustu gestirnir höfðu yfirgefið Laugardalsvöll.

Ef tónleikarnir á sunnudagskvöld fara jafn vel fram og þessir í kvöld að þá eigum við ánægjulega vakt fram undan!