27 Maí 2024 12:25

Í sumar eru ýmsar samkomur, viðburðir og mannamót þar sem börn koma að.  Því er mikilvægt að öll þau sem koma að skipulagningu og framkvæmd íþrótta- og æskulýðsstarfs séu upplýst um það til hvers er ætlast af þeim varðandi hegðun og framkomu. Þá er einnig mikilvægt að þekkja einkenni ofbeldis og vita hvert skal leita ef vaknar grunur um að barn hafi orðið fyrir ofbeldi.

Barna- og fjölskyldustofa, Embætti landlæknis, Jafnréttisstofa, lögreglan, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Neyðarlínan, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs hafa því unnið upplýsingabréf til íþrótta- og æskulýðsstarfs. Í bréfinu eru hlekkir með fræðslu gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, gátlista varðandi nýráðningu starfsfólks og sjálfboðaliða ásamt leiðbeiningum varðandi öflun upplýsinga úr sakaskrá. Þar er einnig að finna hlekk á samræmda viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Bréf á íslensku

Bréf á ensku

Ætíð á að tilkynna til 112, og/eða barnaverndarþjónustu og lögreglu ef vaknar grunur um brot gegn barni.

Nánari upplýsingar veita:

Kristín Skjaldardóttir, Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs, samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is

Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, olof.asta.farestveit@bofs.is

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, alfa@samband.is