2 Júní 2010 12:00

Í kjölfar myndbirtingar fyrr í dag bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu allnokkrar vísbendingar um mennina tvo sem hún óskaði eftir að hafa tal af vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Unnið verður úr vísbendingunum en lögreglan vill þakka fjölmiðlum og sérstaklega almenningi fyrir skjót og góð viðbrögð.