24 Ágúst 2006 12:00

Tveimur gaskútum var stolið af fellihýsum í borginni í gærkvöld. Þjófarnir er ófundnir en ekki er ósennilegt að sami aðili hafi verið að verki. Mál af þessu tagi koma til kasta lögreglunnar í Reykjavík annað slagið enda um nokkur verðmæti að ræða. Ef þess er kostur er best að geyma gaskúta þar sem þeir blasa ekki við, þó ekki innandyra.

Fleiri þjófnaðarmál voru tilkynnt til lögreglunnar í gær. Peningaveski var stolið úr innkaupakerru í verslun. Slíkt er ekki nýmæli en fólk verður ávallt að sýna árvekni þegar það leggur peningaveski frá sér. Í annarri verslun setti maður vörur í innkaupakerru og gekk út með þær án þess að borga fyrir. Maðurinn var stöðvaður og krafður skýringa en lítið var um svör.