13 Nóvember 2007 12:00

Tveir karlar á þrítugsaldri voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. nóvember. Þeir eru grunaðir um að hafa nauðgað rúmlega fertugri konu í miðborginni aðfaranótt sl. laugardags en fólkið hittist á ölstofu og varð samferða þaðan út. Mennirnir, sem voru handteknir síðdegis á sunnudag, hafa báðir kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Konan hlaut töluverða áverka við nauðgunina en hún leitaði á Neyðarmóttöku eftir árásina og einnig til lögreglu. Málið er á frumstigi og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu en það er kynferðisbrotadeild LRH sem vinnur að rannsókn málsins.