16 Apríl 2020 20:33
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í kvöld kl. 19 um tvo menn sem ógnuðu þeim þriðja með skotvopni í vesturbæ Reykjavíkur. Lögreglan fór þegar á staðinn, auk þess sem sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang. Tveir karlar um þrítugt voru handteknir vegna málsins, en jafnframt var lagt hald á skotvopn. Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Engan sakaði.