12 Nóvember 2015 20:15
Tveir menn létust í flugslysi skammt frá Hafnarfirði í dag, en tilkynning barst kl. 15.10 að saknað væri tveggja sæta kennsluflugvélar. Fjölmennt lið björgunaraðila var sent á vettvang og fannst flugvélin tæpum hálftíma síðar, nokkra kílómetra suðvestur af Hafnarfirði. Mennirnir, sem voru á þrítugs-og fertugsaldri, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Aðdragandi slyssins er óljós en rannsókn stendur yfir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögregla vinna að rannsókn málsins.