9 Desember 2008 12:00

Tveir mótmælendur voru handteknir þegar um 20 manns komu saman við Ráðherrabústaðinn í morgun. Um er að ræða tvo karla, annan um tvítugt en hinn rúmlega hálfþrítugan. Hvorugur þeirra hlýddi fyrirmælum lögreglu. Mótmælunum við Ráðherrabústaðinn virðist vera lokið.