18 Ágúst 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för tveggja ökumanna í Reykjavík um helgina sem báðir voru undir áhrifum fíkniefna. Fyrst var kona á fertugsaldri tekin fyrir þessar sakir í hádeginu á laugardag. Hún reyndist jafnframt vera á stolnum bíl en í honum var líka að finna talsvert af þýfi. Hinum illa fengnu hlutum var komið aftur í réttar hendur. Á sunnudagsmorgun var svo bundinn endir á ökuferð karls á þrítugsaldri en sá var sömuleiðis undir áhrifum fíkniefna.