21 Mars 2011 12:00

Um helgina voru tveir ökumenn teknir í Reykjavík fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þeir voru báðir stöðvaðir í miðborginni, annar aðfaranótt laugardags en hinn aðfaranótt sunnudags. Þetta voru tveir karlar, 26 og 36 ára, sem báðir höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Þess má jafnframt geta að í fórum þess yngri fannst bæði amfetamín og marijúana.