1 Ágúst 2007 12:00
Tveir piltar, 18 og 19 ára, hafa verið færðir í síbrotagæslu en úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þrátt fyrir ungan aldur hafa piltarnir margsinnis komið við sögu hjá lögreglu en þeir hafa m.a. verið teknir fyrir innbrot, nytjastuld, fjársvik, vörslu og meðferð ávana og fíkniefna auk ýmissa umferðarlagabrota.