5 Október 2007 12:00

Tveir ökumenn voru sviptir ökuleyfi til bráðabirgða í Arnarbakka í Breiðholti í gærkvöld. Annar ók á 68 km hraða en hinn 70. Þarna er 30 km hámarkshraði en nokkrir til viðbótar voru teknir þar fyrir hraðakstur í gær og eiga hinir sömu allir sekt yfir höfði sér. Lögreglan hefur ítrekað verið við hraðamælingar í Arnarbakka en ökumenn sem þarna eiga leið um þurfa greinilega að taka sig verulega á.