31 Október 2014 12:00

Tveir ökumenn voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða í dag, en hinir sömu voru staðnir að hraðakstri í Arnarbakka í Reykjavík, á móts Dvergabakka. Um var að ræða tvær konur, en bíll annarrar mældist á 77 km hraða, en bíll hinnar á 64. Hámarkshraði á þessum stað er 30. Fleiri óku of hratt í Arnarbakka í dag, en lögreglan stöðvaði þar einnig karlmann eftir að bíll hans mældist á 58. Maðurinn á sekt yfir höfði sér.