11 Febrúar 2010 12:00

Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Kona á áttræðisaldri var stöðvuð fyrir þessir sakir í Garðabæ og í Reykjavík var karl um þrítugt tekinn af sömu ástæðu. Sá hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Þá var kona á þrítugsaldri stöðvuð við akstur í Kópavogi en hún hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Konan reyndi að villa um fyrir lögreglu með því að framvísa fölsuðu ökuskírteini.