16 Febrúar 2007 12:00
Tveir karlmenn, annar 18 ára en hinn fimmtugur, voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Annar var stöðvaður við svæðisstöð lögreglunnar á Dalvegi í Kópavogi í gærmorgun en hinn á gatnamótum Stórhöfða og Höfðabakka í nótt.
Þrjátíu og þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta sólarhring. Um miðjan dag var ekið á gangandi vegfaranda í Lönguhlíð. Sá var fluttur á slysadeild en viðkomandi höfuðkúpubrotnaði. Ökumaðurinn var einnig fluttur á slysadeild þar sem hann þáði áfallahjálp. Ökumaðurinn og hinn slasaði eru báðir tæplega áttræðir. Í nótt fór bíll útaf Álftanesvegi en undir stýri var 17 ára stúlka sem fékk bílpróf fyrir fáeinum vikum. Hún var flutt á slysadeild til aðhlynningar en ekki er vitað um meiðsli hennar.