13 Apríl 2007 12:00

Tveir karlmenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í gær og nótt. Sá yngri er um fertugt en hinn er hátt á áttræðisaldri. Þeir voru stöðvaðir í austurborginni og í Hafnarfirði. Karlmaður á fimmtugsaldri var stöðvaður við akstur í Breiðholti og látinn undirgangast öndunarpróf. Hann reyndist rétt undir mörkum og var látinn hætta akstri en maðurinn var með smábarn í bílnum. Lögreglumenn stöðvuðu þrjá ökumenn til viðbótar sem allir voru réttindalausir en það voru sömuleiðis allt karlmenn. Tveir þeirra, sem báðir eru á fertugsaldri, höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi en sá þriðji, 17 ára, hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Sá síðastnefndi hefur nú verið tekinn fjórum sinnum í vetur fyrir þetta sama brot.

Tuttugu og átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Í einu tilviki var fólk flutt á slysadeild og í öðru ætlaði viðkomandi sjálfur að leita sér læknisaðstoðar. Nokkrir voru teknir fyrir hraðakstur og allmargir fyrir að spenna ekki beltin.