27 Júlí 2007 12:00

Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Karlmaður á sjötugsaldri var stöðvaður fyrir þessar sakir í Hafnarfirði og 19 ára piltur var tekinn fyrir sama brot í miðborginni.

Liðlega þrítug kona var stöðvuð við akstur í austurborginni en hún var undir áhrifum fíkinefna. Þá var 17 ára piltur tekinn við akstur í Grafarvogi en sá hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Kauði hefur áður verið stöðvaður við þessa iðju.