10 Ágúst 2007 12:00

Tveir karlar á þrítugsaldri voru teknir fyrir ölvunarakstur í nótt. Annar var stöðvaður í Kópavogi en hinn í Hafnarfirði. Karl á fimmtugsaldri var einnig stöðvaður í Hafnarfirði síðdegis í gær en hann var undir áhrifum lyfja.

Þá stöðvaði lögreglan för fjögurra ökumanna sem voru réttindalausir. Í þeim hópi var 16 ára stúlka sem var á bifhjóli mömmu sinnar. Stúlkan var við akstur í miðborginni í gærkvöld en lögreglumenn veittu henni athygli þegar hún ók gegn rauðu ljósi yfir gatnamót.