9 Ágúst 2006 12:00

Í gær var tvívegis ekið á hæðarslár við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Ekki urðu slys á fólki en með sama áframhaldi getur illa farið. Lögreglan í Reykjavík kom upp eftirlitsmyndavél á þessum gatnamótum fyrir síðustu helgi og allir sem virða ekki hæðartakmörk mega búast við sekt fyrir athæfið. Rétt er að ítreka að hæðartakmörk eru 4,2 metrar samkvæmt reglugerð um stærð og þyngd ökutækja.

Í borginni urðu nokkur önnur umferðaróhöpp en þau voru nær öll minniháttar. Þá er vitað um eitt reiðhjólaslys. 12 ára drengur féll af hjólinu sínu og skarst illa á fæti.