30 Nóvember 2007 12:00

Þrír karlar og ein kona voru handtekin í Kópavogi síðdegis í gær eftir að ætluð fíkniefni fundust við íbúðarhús í bænum. Þar innandyra fannst einnig talsvert af ætluðum fíkniefnum, lyfjum sem og hnífum. Í húsinu fundust jafnframt munir sem talið er að sé þýfi. Fólkið er allt á þrítugsaldri. Þá fundust sömuleiðis ætluð fíkniefni við húsleit í íbúð í Breiðholti í gærkvöld.