2 September 2010 12:00

Karl um fimmtugt var fluttur á slysadeild eftir umferðarslys á Vesturlandsvegi á móts við Korpúlfsstaðaveg um áttaleytið í gærkvöld. Maðurinn ók bifhjóli og lenti í árekstri við fólksbíl í hringtorgi sem þarna er. Meiðsli bifhjólamannsins voru ekki talin alvarleg. Um klukkustund síðar barst tilkynning um annað umferðarslys í borginni. Um var að ræða harðan, tveggja bíla árekstur á gatnamótum Stórhöfða og Höfðabakka. Ökumaður annars bílsins, 18 ára stúlka, var fluttur á slysadeild en meiðslin voru talin minniháttar. Bíll stúlkunnar er mikið skemmdur, ef ekki ónýtur.