6 Nóvember 2020 09:28

Vegna umfjöllunar Fréttablaðsins í dag um handtöku manns í Hafnarfirði sl. mánudag vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að málinu hefur þegar verið vísað til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu getur því ekki tjáð sig frekar um málið á meðan svo er.

Á meðal málsgagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna á vettvangi.