8 Apríl 2020 18:07
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu berast nú talsvert af fyrirspurnum vegna Covid-19, en spurningarnar snúa einkum að samkomubanni, sóttkví, einangrun og sektum fyrir brot því tengdu. Því vill embættið árétta og minna enn og aftur á covid.is, en þar er m.a. að finna mjög góðar upplýsingar um hvað samkomubann þýðir og eins hvernig bæði sóttkví og einangrun virkar. Mjög mikilvægt er að allir kynni sér þessar gagnlegu upplýsingar. Um sektir vísast til ríkissaksóknara, en á heimasíðu embættisins er að finna fyrirmæli um brot gegn sóttvarnalögum og reglum settum samkvæmt þeim, sbr. 19. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, vegna heimsfaraldursins Covid-19.
VONUMST SAMT TIL AÐ EKKI ÞURFI AÐ GRÍPA TIL SEKTA OG AÐ ALLIR HLÝÐI VÍÐI.