26 Október 2019 10:25

Undanfarna laugardaga hafa birst á þessari síðu eitt og annað úr starfi lögreglunnar, m.a. gamlar myndir og sögur. Þessu hefur verið vel tekið, en einhverjir hafa haft á orði að gaman væri líka að sjá myndir frá lögreglustöðinni sem var í Pósthússtræti 3 í Reykjavík. Nú vill svo til að það húsnæði hefur verið tekið rækilega í gegn, en fyrir því hefur staðið fasteignafélagið Reitir. Félagið hefur jafnframt látið gera stutt og mjög áhugavert myndband þar sem saga húsanna við Pósthússtræti 3-5 er rakin. Það er Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sem segir þessa sögu, en okkur þótti tilvalið að deila henni með ykkur. Ýmiss starfsemi hefur verið í húsinu, en sjónum er beint að lögreglustöðinni í seinni hluta myndbandsins.

Pósthússtræti 3 og 5

Húsin eru hljóðlát vitni um skrautlegt mannlíf í Reykjavíkurborg í um 140 ár. Hér var Pósturinn og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lengi til húsa. Takk Tjarnargatan og Gudjon Fridriksson fyrir flott myndband!

Posted by Reitir fasteignafélag on Miðvikudagur, 20. mars 2019