16 Apríl 2020 19:08

Um miðjan apríl fær lögreglan jafnan töluvert af fyrirspurnum frá ökumönnum vegna reglna um nagladekk enda segir í þeim að þau megi ekki nota á tímabilinu frá 15. apríl til 31. október. Í sömu reglum segir þó jafnframt um þetta tímabil að þá geti engu að síður verið þörf fyrir nagladekk vegna akstursaðstæðna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur einmitt ávallt tekið tillit til slíkra aðstæðna og aldrei hafið sektarbókina á loft um leið og 15. apríl gengur í garð. Svo verður líka þetta árið og ökumenn geta því andað léttar enn um sinn. Embættið vill þó hvetja ökumenn sem búa og starfa á höfuðborgarsvæðinu, og ferðast eingöngu þar um, að fara nú að huga að dekkjaskiptum. Viðbúið er að á einhverjum dekkjaverkstæðum þurfi að panta tíma og því er skynsamlegt að ganga í málið við fyrsta tækifæri.