29 September 2023 14:29

Frá og með mánudegi, 2. október, verður opið frá kl. 8-15 alla virka daga í móttöku/afgreiðslu lögreglustöðvanna á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði, Dalvegi 18 í Kópavogi og á Vínlandsleið 2-4 í Reykjavík.

Frá og með 6. október verður opið frá kl. 8.15-12 á föstudögum í móttöku/afgreiðslu þjónustudeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Hverfisgötu 115 í Reykjavík. Opnunartími þjónustudeildar verður óbreyttur aðra virka daga, eða frá kl. 8.15-16.

Símsvörun í þjónustuveri embættisins verður enn fremur óbreytt, eða frá kl. 8.15-16 alla virka daga.