13 Desember 2019 16:30

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu berast nokkuð reglulega ábendingar um að öryggisbúnaði barna í bifreiðum sé ábótavant eða hann ekki notaður á réttan hátt, en einkum virðist eftir þessu tekið þegar verið er að fara með eða sækja börn í leikskóla. Þetta er að sjálfsögðu áhyggjuefni enda eigum við ekkert dýrmætara heldur en börnin okkar. Hverju er um að kenna skal ósagt látið, en leiðbeiningar um hentugan öryggisbúnað fyrir börn og hvernig hann á að nota er m.a. að finna á heimasíðu Samgöngustofu og þær ættu allir foreldrar/forráðamenn að kynna sér. Þess má enn fremur geta að Samgöngustofa og Slysavarnarfélagið Landsbjörg gerðu einmitt könnun fyrr á árinu um öryggi barna í bílum, en niðurstöðurnar voru frekar jákvæðar sem betur fer og margt hefur áunnist í þessum efnum undanfarin ár og áratugi. Enn er þó hægt að gera betur, en í könnuninni þetta árið, þar sem heimsóttir voru 57 leikskólar víða um land, voru 20 börn alveg laus í bílum og þ.a.l. í mikilli hættu.

Könnun um öryggi barna í bílum