12 Febrúar 2013 12:00

Karl á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. febrúar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Maðurinn var handtekinn í gær, en fjórir aðrir eru í haldi lögreglunnar vegna málsins. Þeir voru handteknir í síðasta mánuði og voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í síðustu viku.

Málið snýst um verulagt magn af því sem talið er vera sterk fíkniefni, en efnin voru send í nokkrum póstsendingum til landsins. Rannsókn málsins miðar vel.