1 Júní 2019 08:00

Svokallað Color Run fer fram í Laugardalnum í dag, en búist er við fjölmenni í þetta 5 km hlaup sem fer fram á göngustígum og götum í Laugardalnum. Viðburðasvæði Color Run er við Engjaveg, gegnt Glæsibæ, og þar gæti orðið þröngt á þingi og því eru allir vegfarendur sem þarna eiga leið um beðnir um fara séstaklega varlega og sýna tillitssemi. Hlaupið hefst kl. 11 og verða nokkur hundruð manns ræstir út í einu á nokkurra mínútna fresti. Ráðgert er að upphitun fyrir hlaupið sjálft hefjist strax kl. 9.30, en lokað verður fyrir umferð um Engjaveg meðan á þessu stendur, þ.e. frá Suðurlandsbraut, Gnoðarvogi og hringtorgi á Reykjavegi. Ökumenn er minntir á að leggja löglega. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu hlaupsins, m.a. um bílastæði í nágrenninu.