24 Júní 2011 12:00

Lögreglan fylgdist með umferð og lagningum ökutækja við KR völlinn í gærkvöldi á meðan leikur KR og FH í bikarkeppni karla fór fram.  Var umferðin til mikillar fyrirmyndar og einungis var sett stöðubrotsgjald á eitt ökutæki sem lagt hafði verið upp á grasi. Á meðfylgjandi myndum sem lögreglan tók má sjá að lagningar ökutækja voru til fyrirmyndar.