25 Ágúst 2009 12:00
Í ljósi þess að framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu eru teknir til starfa eftir sumarleyfi má búast við að umferð þyngist á álagstímum. Eru ökumenn beðnir um að hafa þetta í huga og gera ráð fyrir að ferðatími, sérstaklega á morgnana milli klukkan átta og níu, kunni að lengjast frá því sem verið hefur. Gott ráð til að komast hjá mestu umferðarösinni er að leggja fyrr af stað en ella eða síðar eftir atvikum.
Reynsla síðustu ára hefur sýnt að umferðaróhöppum fjölgar í september, samanborið við mánuðina þar á undan. Til mikils er því að vinna fyrir vegfarendur að aka varlega og þá sérstaklega næstu vikur þegar umferðin kemur til með að aukast mikið og nýir vegfarendur bætast í hópinn.